Vikar Jónsson byrjaði vel á Íslandsmótinu í höggleik í gær og lék Jaðarsvöll á 69 höggum (-2) sem skilaði 2.sæti. Vikar var í stuði og átti tilþrif gærdagsins þegar hann setti 2. höggið á 16. braut í holu af 150 metra færi. Gaman verður að fylgjast með Vikari næstu daga. Fleiri Keilismenn voru að spila vel í gær. Andri Páll Ásgeirsson skilaði inn nettu skorkorti uppá 70 högg(-1) og er ennig í toppbaráttu. Henning Darri og Axel Bóasson spiluðu á pari og Rúnar og Gísli eru höggi á eftir. Sigurþór Jónsson er svo líka í ágætis málum og kom inn á 75 höggum(+4) var að slá vel allan hringinn en vantaði að sulla niður púttum. Við erum að sjálfsögðu með í toppbarráttunni í kvennaflokki og er Guðrún Brá í 3.sæti eftir 72 högg(+1).  Gunnhildur Kristjánsdóttir er í toppbaráttu eftir hring uppá 74 högg(+3) og Anna Sólveig kom inn á 75 höggum(+4). Helga Kristín Einarsdóttir spilaði á 76 höggum(+5) og Sigurlaug Rún Jónsdóttir er að ná sér í dýrmæta reynslu og spilaði vel og er í 9. sæti eftir 77 högg(+6).  Signý(+6) og Þórdís(+9) eiga báðar helling inni og munu væntanlega klifra upp töfluna. Annars er gott hljóðið í öllu Keilisfólki á Akureyri og GA að gera mjög vel með framkvæmd mótsins og er öll umgjörð til fyrirmyndar. Margir kylfingar lendu í vandræðum í gær á Jaðarsvelli og þess vegna gekk frekar hægt að spila, sérstaklega fyrri 9 holurnar. Völlurinn er enn mjög blautur eftir rigningu gærdagsins en í dag mun hann vonandi haldast þurr.

IMG_0202-700x466