Sumarið er að nálgast og þá skellum við í  Titleist Pro V1 vortilboð.   Tilboðið er eins og áður, kaupir 3 dúsín, (36 bolta), og færð það fjórða frítt með… og öll dúsínin með ókeypis merkingu og númeri að þínu vali, (48 boltar). Verð á dúsíni hjá okkur er 7.200 kr, 3 dúsín kosta því 21.600 kr og þegar það fjórða bætist við þá er verð per dúsín 5.400 kr.. Tilvalin leið fyrir alla kylfinga til að byrgja sig upp fyrir tímabilið af bolta #1 í heiminum! Margir nota 3-6 dúsín per ár. Tilboðið er í gangi til 30. apríl. Eins og í fyrra er hægt að velja um tvennt:

-Fá boltana með venjulegum númerum (1-4 eða 5-8)
-Fá boltana með sérstöku númeri (00, 1-99) og þá koma allir 48 boltarnir með sama númerinu.

Tekið er við pöntunum í Hraunkoti (s:565-3361) og einnig er hægt að senda e-mail á hraunkot@keilir.is
Helstu upplýsingar:
Kaupir 3 doz. af annaðhvort Pro V1 eða Pro V1x (má ekki blanda) og færð það fjórða frítt með.
Allir boltar merktir með nafni/upphafsstöfum/gælunafni/skilaboðum og allir boltar merktir eins (má ekki blanda).
Ekki hægt að kaupa tilboðið án merkingar.
17 stafir per línu. Hámark 3 línur. Texti miðjaður í hverri línu.
Ein leturgerð í boði, bara HÁSTAFIR.
Íslenskir stafir í boði.
Rautt eða svart letur.
Há númer á boltum (5-8) eða venjuleg númer (1-4) eða sérstakt númer (00, 1-99).
Tekið er við pöntunum til lok dags þann 24. apríl.
Afgreiðslufrestur 4-6 vikur, fyrstur pantar fyrstur fær þannig að endilega sendið okkur pantanir um leið og þær berast ykkur.

Þetta er tilboð sem hugsað er fyrir einstaklinga og því eru nokkrar merkingar á bannlista:

-Vefslóðir
-Netfang

Einnig er ekki í boði að merkja með nafni þekktra vörumerkja eða fótboltafélags.

Loks engar kommur, punktar né strik (” * + : ; – . ) nema að einnig séu venjulegir stafir í textanum, t.d. „DÓRI-STEF“ í lagi en „+“ ekki í lagi.

Geggjað tilboð og ekki eftir neinu að bíða. Þetta tilboð gildir til 30. apríl.2018