13/03/2023

66° Norður og Keilir gera áframhaldandi samstarfssamning

66° Norður og Keilir gera áframhaldandi samstarfssamning

Nú á dögunum gerðu Golfklúbburinn Keilir og 66°N nýjan samstarfsamning. Samningurinn nær meðal annars yfir fatnað á keppnisfólk Keilis á efsta stigi og annan stuðning við barna, ungmenna og afreksstarf klúbbsins.

Einnig geta félagsmenn í Keili nýtt sér 15% afslátt af fatnaði frá 66°norður í verslun þeirra í Miðhrauni 11.

Þetta er framlenging á samningi sem hefur verið í gildi síðastliðin 7 ár og á þeim tíma hefur afreksfólk Keilis fagnað vel yfir 20 Íslandsmeistaratitlum og 5 Bikarmeistaratitlum á golfvöllum landsins.

Það voru þeir Kjartan Tómas Guðjónsson frá 66°norður, Ólafur þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis og Karl Ómar Karlsson Íþróttastjóri Keilis sem skrifuðu undir samninginn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag