20/09/2019

66°N og Keilir skrifa undir áframhaldandi samning.

66°N og Keilir skrifa undir áframhaldandi samning.

Nú á dögunum gerðu Golfklúbburinn Keilir og 66°N nýjan samstarfsamning. Samningurinn nær meðal annars yfir fatnað á keppnisfólk Keilis og annan stuðning við barna, ungmenna og afreksstarf klúbbsins.

Einnig geta félagsmenn í Keili nýtt sér 15% afslátt af fatnaði frá 66°norður í verslun þeirra í Miðhrauni 11.

Þetta er framlenging á samningi sem hefur verið í gildi síðastliðin 4 ár og á þeim tíma hefur afreksfólk Keilis fagnað yfir 20 Íslandsmeistaratitlum og 5 Bikarmeistaratitlum á golfvöllum landsins.

Kjartan Tómas Guðjónsson frá 66°N sagði við undirskrift:
Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að styðja við það öfluga barna, ungmenna- og afreksstarf sem fer fram hjá golfklúbbnum Keili og veita iðkendum tækifæri á að kynnast okkar fatnaði sem hentar mjög vel til golfleiks.

Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis sagði við undirskrift:
Ekki er hægt að finna betri samsarfsaðila til að útvega okkar fólki viðeigandi fatnað til keppni og leiks við okkar krefjandi aðstæður. Eftir að 66°N hóf samstarf við Keili þá hefur árangurinn farið fram úr okkar björtustu vonum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði