08/06/2012

Gísli fór holu í höggi tvo daga í röð

Gísli fór holu í höggi tvo daga í röð

Gísli Sveinbergsson hinn ungi og efnilegi kylfingur úr Keili náði þeim árangri að fara holu í höggi á 16. holu á Korpúlfstaðavelli í gær, sem er kannski ekki frásögu færandi nema að hann  bætti svo um betur og náði þeim ótrúlega árangri að fara holu í höggi á 16. holu á Hvaleyrarvelli í kvöld, s.s hola í höggi tvo daga í röð. Að vísu var um annan bolta af teig að ræða og því telst höggið ekki gilt í kvöld sem slíkt enn engu síður frábær árangur hjá þessum unga og efnilega kylfing. Gísli undirbýr sig þessa dagana fyrir að taka þátt í sínu fyrsta móti á alþjóðlegum vettvangi. Enn hann var valinn til að spila fyrir Íslands hönd á Junior Open sem haldið er af R and A golfklúbbnum sem er eitt virtasta golfmót sem haldið er fyrir unglinga í heiminum. Við óskum Gísla til hamingju með þennan frábæra árangur og óskum honum góðs gengis í sumar og sannar hann heldur betur máltakið „æfingin skapar meistarann“. Enn Gísli hefur stundað stífar æfingar í vetur og ætlar sé greinilega stóra hluti í golfinu á komandi misserum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis