22/07/2017

Elsti og yngsti í gegnum niðurskurðinn

Elsti og yngsti í gegnum niðurskurðinn

Íslandsmótið í höggleik er nú hálfnað og búið að skera þátttakendafjölda niður um helming fyrir helgina. Það vakti mikla athygli í gær þegar í ljós kom að bæði elsti og yngsti keppandi mótsins komust í gegnum niðurskurðinn, en þeir léku einnig saman í ráshóp í gær. Aldursforseti mótsins er Akureyringurinn Björgvin Þorsteinsson  en hann er að leika á sínu 54. Íslandsmóti. Yngstur er Böðvar Bragi Pálsson úr GR, á sínu fyrsta Íslandsmóti, en hann er einungis 14 ára. Böðvar lék frábærlega á Hvaleyrarvelli í gær, lauk leik á einu höggi undir pari og er samanlagt á þremur höggum yfir pari og er sem stendur í 25. sæti. Frábær árangur hjá bráðefnilegum kylfing.

Björgvin lauk leik í gær á 77 höggum og er samtals á 10 höggum yfir pari í 60. sæti.

Þess má til gamans geta að þegar Böðvar fæddist, í maí árið 2003, var Björgvin búinn að taka þátt í 39 Íslandsmótum og á leiðinni á sitt fertugasta!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Skötuveisla Keilis 2025