21/08/2017

Keilir er Íslandsmeistari í flokki eldri kylfinga kvenna

Keilir er Íslandsmeistari í flokki eldri kylfinga kvenna

Kvennasveit Golfklúbbsins Keilis sigraði í flokki eldri kylfinga á Íslandsmóti golfklúbba skipuð konum 50 ára og eldri. Þær sigruðu sveit GKG í úrslitaleik með 3,5 vinningi á móti 1,5 vinningi.

Leikið var í Vestamanneyjum um helgina og var lið Keilis  skipað þannig:

Anna Snædís Sigmarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Hulda Soffía Hermannsdóttir, Kristjana Aradóttir, Kristín Pétursdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Margrét Berg Theódórsdóttir og Þórdís Gísladóttir sem einnig var liðstjóri.

 

Karlasveit Keilis lék í Sandgerði og gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu deildina og leika á 1. deild að ári.

Sveitin var þannig skipuð: Frans Páll Sigurðsson, Gunnari Þór Halldórsson,  Ívar Örn  Arnarsson, Jón Erling Ragnarsson, Magnús Pálsson, Páll Arnar Erlingsson,  Kristján V. Kristjánsson, Jóhann Sigurbergsson og Guðbjörn Ólafsson  sem einnig var liðstjóri.

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær