02/11/2017

Hvaleyrarvöllur lokar 3. nóvember, Sveinskotið opið áfram

Hvaleyrarvöllur lokar 3. nóvember, Sveinskotið opið áfram

Í kortunum eru miklir kuldar næstu daga og spáin sér ekkert nema vetur framundan. Við höfum því ákveðið að loka Hvaleyrarvelli frá og með 3. nóvember. Það er búið að vera langt og gott golfsumar hjá okkur, veðrið búið að vera frábært í október og mikið spilað. Völlurinn fær núna hvíld og framundan er mikilvægur tími fyrir völlinn okkar. Þótt veður skáni þá höfum við tekið þá ákvörðun að halda vellinum lokuðum, er sú ákvörðun tekin á þeim forsendum að nýju holurnar þurfa frí frá golfi og næði til að gróa. Enn mikið álag hefur verið á seinni níu holunum núna í haust.

Vetrargolf, Sveinskotsvöllur verður opinn í allan vetur og beinum við því öllu vetrargolfi á Sveinskotsvöll. Við minnum kylfinga á að ganga vel um völlinn, laga boltaför og færa útí karga þá bolta sem liggja á snöggslegnum brautum til að vernda völlinn. Einnig minnum við á golfhermana okkar sem við erum búin að lækka verðið í, frábær leið til að halda sveiflunni í lagi yfir vetrarmánuðina.

Takk fyrir gott golfsumar og góða skemmtun í vetur.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast