18/05/2018

Keilir og Hafnarfjarðarbær skrifa undir nýjan samning

Keilir og Hafnarfjarðarbær skrifa undir nýjan samning

Golfklúbburinn Keilir og Hafnarfjarðarbær skrifuðu undir samning um 2. og 3. áfanga í endurgerð Hvaleyrarvallar og Sveinskotsvallar í dag samkvæmt skýrslu Tom Mackenzie frá því 2013.

Það var Haraldur L. Haraldsson Bæjarstjóri og Sveinn Sigurbergsson varaformaður Keilis sem undirrituðu samninginn nú í hádeginu í golfskála Keilis.

Samningurinn tryggir fjármögnum á þeim verkþáttum sem eftir eru í endurgerð eldri hlut Hvaleyrarvallar. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðar uppá 71,500,000  krónur, hlutur Hafnarfjarðarbæjar er 57.000.000 og hlutur Keilis 14.300.000 áherslan í framkvæmdum í sumar verður á Sveinskotsvöll og er ráðgert að klára 9 nýja teiga og nýja 9. flöt á Sveinskotsvellinum.

Næsta sumar ( lok júlí 2019) verður svo hafist handa við áfanga sem innheldur núverandi 16. braut á Hvaleyrarvelli, hún sléttuð og ný flöt gerð. Ásamt því að vinna í braut sem mun liggja inná gömlu 13. flötina frá 16. flöt og verður hún ný 14. hola þegar framkvæmdum mun ljúka. Vinsamlegast smellið á Skýrslu Tom Mackenzie til að sjá áfangana betur.

Standa vonir til að endurgerð Hvaleyrarvallar geti lokið haustið 2020 og opnað á árinu 2021 í endanlegri legu samkvæmt skýrslu Tom Mackenzie.

Áfram halda spennandi tímar. Til hamingju Hafnarfjörður og Keilisfólk!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum