12/07/2012

Ísland í baráttunni eftir fyrsta dag

Ísland í baráttunni eftir fyrsta dag

Fyrsta degi á undankeppni Evrópumóts landsliða er nú lokið, en mótið fer nú fram á Keilisvelli. Englendingar leiða mótið á samtals þremur höggum undir pari, en fimm bestu skor dagsins telja. Hollendingar koma næstir á sléttu pari, eða 355 höggum. Okkar strákar eru síðan jafnir Portúgölum á sex höggum yfir pari en þrjú efstu liðin komast áfram í lokamótið sem haldið verður í Danmörku á næsta ári.

Belgar, Slóvakar, Rússar og Serbar raða sér í næstu sæti. Ljóst er að samkeppnin um þriðja sætið verður hörð og íslensku strákarnir þurfa á öllu sínu að halda til að ná markmiðum sínum.

Íslenskt golfáhugafólk er hvatt til að fjölmenna á Hvaleyrina síðustu tvo dagana og sjá það glæsilega golf sem hér er í boði, og hvetja í leiðinni íslenska liðið til dáða!

Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess, http://emcht.golficeland.org

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin