13/07/2012

EMCHT: Dagur 2 að kvöldi kominn

EMCHT: Dagur 2 að kvöldi kominn

Öðrum keppnisdegi Evrópumótsins (EMCHT), af þremur, lauk um fjögur leytið í dag þegar síðasti ráshópur dagsins lauk leik á 18. holu. Portúgalir léku allra liða best en samanlagt skor þeirra fimm bestu kylfinga var tvö högg undir par. Þar með stungu þeir íslenska liðið af en liðin voru jöfn eftir fyrsta keppnisdag. Portúgalska liðið situr nú í öðru sæti, ásamt Hollendingum, á samtals fjórum höggum yfir pari.

Enska liðið hélt efsta sætinu með því að leika á þremur höggum yfir pari og eru samtals á sléttu pari.

Íslenska liðið lék á tíu höggum yfir pari í dag og er samtals á sextán höggum yfir pari, tólf höggum frá hinu mikilvæga þriðja sæti sem gefur farmiða í lokamótið á næsta ári.

Myndir frá öðrum keppnisdegi er hægt að skoða á myndasíðu Jóhanns Gunnars Kristinssonar, en jafnframt verða þær á Keilisvefnum á morgun.

Staðan í liðakepninni:

1. England 352-358 E

2.-3 Holland 355-359 +4

2.-3 Portúgal 361-353 +4

4. Ísland 361-365 +16

5. Belgía 368-366 +24

6. Slóvakía 380-385 +55

7. Rússland 388-379 +57

8. Serbia 410-409 +109

 

Skor og staða íslensku keppendana:

11.sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 71-73 +2

13.sæti Kristján Þór Einarsson GK 73-72 +3

16.sæti Ólafur Björn Loftsson NK 74-72 +4

16.sæti Guðjón Henning Hilmarsson GKG 72-74 +4

27.sæti Haraldur Franklín Magúns GR 71-79 +8

31.sæti Andri Þór Björnsson GR 77-74 +9

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði