14/07/2012

EMCHT: Ísland ekki áfram

EMCHT: Ísland ekki áfram

Evrópumótinu er nú lokið með öruggum sigri Englendinga. Englendingar léku á samtals ellefu höggum undir pari en það var einnig skorið þeirra í dag. Glæsilegur lokadagur hjá enska liðinu sem verðskuldar sigurinn.

Hollendingar náðu öðru sæti á samtals einu höggi undir pari en síðasta sætið í lokamótinu á næsta ári náðu Portúgalar á ellefu höggum yfir pari, tíu höggum á undan okkar strákum í íslenska landsliðinu, sem luku leik á 22 höggum yfir pari.

Það er því ljóst að draumur íslensku strákanna um að komast áfram er búinn, þeir sitja eftir með sárt ennið en það má segja að slakur annar hringur hafi kostað þá sætið í lokamótinu því íslenska liðið spilaði einu höggi betur en Portúgalir á hring eitt og þrjú.

Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum þeim sem gerðu þetta mót mögulegt. Starfsmenn, sjálfboðaliðar og GSÍ hjálpuðu öll til við að gera mótið jafn glæsilegt og raun bar vitni.

Allar upplýsingar um lokastöðu mótsins má finna á vefsíðu þess, http://emcht.golficeland.org

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin