12/08/2018

Keilir Íslandsmeistari golfklúbba í karlaflokki

Keilir Íslandsmeistari golfklúbba í karlaflokki

Strákarnir okkar héldu uppteknum hætti og stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti golfklúbba með glæsilegum sigri þar. Keilir og GM léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla á Garðavelli á Akranesi, Keilir hafði betur 3/2. Þetta er í 15. sinn sem Keilir fagnar sigri í þessari keppni.

Stelpurnar okkar töpuðu í æsispennandi viðureign við golfklúbb Reykjavíkur 3/2 um sigurinn.

Árangur keppnisfólks okkar á árinu hefur verið ævintýralegur, Keilir hefur sigrað í öllum mótum á þessu ári í karlaflokki, alla Íslandsmeistartitla og öll mót á Eimskipsmótaröðinni. Eina mótið sem Keilir hefur ekki sigrað í karlaflokki var háð á síðasta ári og tilheyrir mótaröðinni 2017-2018. Enn á árinu 2018 hefur Keilir einsog áður sagði sópað öllu til sín í karlaflokki.

Óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn á þessu sumri.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum