08/06/2019

Innanfélagsmótaröð Keilis 2019

Innanfélagsmótaröð Keilis 2019

Við ætlum að blása í Innanfélagsmótaröð í sumar hjá Keili. Við byrjum n.k mánudag 10. júní og mun einnig fara fram undankeppni fyrir Bikarkeppni Keilis þá. Það verða engir fráteknir rástímar fyrir mótaröðina og þurfa félagar einungis að bóka rástíma einsog venjulega á golf.is, koma við í golfverslun og tjá þeim að viðkomandi ætli að vera með og greiða 1000 krónur.

Keppt verður í tveimur forgjafarflokkum:
Forgjafarflokkur 0-18
Forgjafarflokkur 18,1-36

Keppt verður í punktakeppni með forgjöf.

Alls verða mótin 10 og gilda 4 bestu skorin í keppni um glæsilega vinninga, meðal annars ferð fyrir tvo í hvorum flokki til „Road To Sand Valley“ í Póllandi. Mótið á Sand Valley er einnig klúbbakeppni og mun sigurvegararnir leika fyrir hönd Keilis í sömu forgjafarflokkum.

Sand Valley völlurinn er einn sá allra glæsilegasti í Póllandi og þó víðar væri leitað. Völlurinn hefur ratað inná lista Golf digest sem einn af bestu golfvöllum í evrópu og því um mikið að keppa.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði