29/08/2012

Fyrirtækjakeppni Keilis 2012

Fyrirtækjakeppni Keilis 2012

Eitt glæsilegasta golfmót ársins, Fyrirtækjakeppni Keilis  verður haldið 8. september nk. Þó farið sé að líða að hausti er golfvöllur Keilis  í frábæru standi, hefur sjaldan eða aldrei verið betri.

Við bjóðum ykkur upp á skemmtilegt keppnisfyrirkomulag þar sem leikin er betri bolti.

Fyrirtækjakeppnin hefur verið ein aðalfjáröflun Keilis ár hvert, og er tilvalinn vettvangur fyrir atvinnurekendur að bjóða starfsmönnum sínum að spila golf fyrir hönd fyrirtækis síns og eiga möguleika á að vinna til glæsilegra verðlauna.

Þátttökugjald í ár er 30,000 krónur og er innifalinn grillveisla ásamt bjór, gosi eða léttvínsglasi.

Firmakeppnin er punktakeppni með forgjöf þar sem hámarks gefin forgjöf er 18.

PS, við getum útvegað leikmenn fyrir fyrirtæki.

Skráning fer fram á golf.is eða á póstfanginu budin@keilir.is

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum