24/10/2019

Hvaleyrarvöllur lokar

Hvaleyrarvöllur lokar

Eftir langt og gott tímabil þá er það mat okkar að best sé að hvíla Hvaleyrarvöll það sem eftir lifir veturs. Vonandi verður hvíldin til góðs og völlurinn komi vel undan vetri næsta vor.

Sveinskotsvöllur verðu opin eitthvað áfram inná sumarflatir og látum við tímann leiða í ljós hvenær verður sett inná vetrarflatir þar.

Starfsfólk vinnur nú hörðum höndum að því að tæma vökvunarkerfi og koma öllu lauslegu í hús fyrir veturinn. Einnig munu starfsmenn vinna talsvert í vellinum í vetur eftir því sem veður leyfir enn ennþá á eftir að hlaða glompur og ganga frá drenskurðum á framkvæmdasvæðinu.

Vallarstarfsmenn vilja þakka félagsmönnum fyrir góða umgengni um vellina okkar og hlakka til næsta árs.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær