03/12/2019

Aðalfundur Keilis fór fram í gær

Aðalfundur Keilis fór fram í gær

Á Aðalfundi Keilis sem fram fór í gær var Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir endurkjörinn formaður Keilis. Einnig voru endurkjörin í stjórn þau Bjarni Þór Gunnlaugsson, Már Sveinbjörnsson og Daði Janusson. Fyrir í stjórn sitja Sveinn Sigurbergsson, Guðmundur Örn Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir.

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk vel á árinu 2019. Veðrið lék við kylfinga þetta árið og sáum við mikla aukningu í Hraunkoti sem og á golfvöllunum okkar einsog sést bersýnilega í ársreikningnum.

Tekjur á árinu 2019 voru 253,9 mkr. samanborið við 242,7 mkr. árinu áður. Gjöld voru 227,4 mkr. samanborið við 219,3 mkr. á árinu 2018. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 26,5 mkr. sem er álíka og undanfarin 5 ár að undanskildu 2017 sem skilaði aðeins 17,9 mkr.

Niðurstaða ársins er því hagnaður upp á 9 mkr.

Á fundinn mættu um 50 manns.

Hér má nálgast ársskýrsluna og reikninga.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis