08/04/2020

Golfvellir og golfskáli Keilis lokun yfir páskana

Golfvellir og golfskáli Keilis lokun yfir páskana

Golfiðkun á tímum COVID-19

Með hækkandi sól og hlýnandi veðri er eðlilegt að kylfingar fari að leiða hugann að opnun golfvalla. Af þeim sökum hafa borist fjölmargar fyrirspurnir frá kylfingum til Keilis.

Golfiðkun er holl og góð hreyfing og vel er hægt að uppfylla þau skilyrði í golfi sem samkomubann setur. Þríeykið okkar frábæra hefur hinsvegar gefið út skýr fyrirmæli fyrir páskana; ferðumst innanhúss. Það er því skýr hvatning golfhreyfingarinnar til kylfinga að hlýða þeim fyrirmælum. Ferðumst innanhúss um páskana, leyfum golfkylfunum að hvíla sig ögn lengur og leyfum okkur hlakka til vorsins. #hlýðumvíði

Félagsmenn athugið að Golfskáli Keilis og golfvellir Keilis verða lokaðir yfir páskana. 

Það eru vinsamleg tilmæli til Keilisfélaga að virða þetta bann.

Ákvörðun um framhald verður tekin eftir páska.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði