08/05/2020

Opnun Hvaleyrarvallar, opnunarmót

Opnun Hvaleyrarvallar, opnunarmót

Nú líður að opnun Hvaleyrarvallar og ætlum við í því tilefni að slá í opnunarmót fimmtudaginn 14. maí næstkomandi.

Keppt verður í þremur forgjafarflokkum 0-12.4, 12.5-20.4 og 20.5-54, veitt eru verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sætin með forgjöf í hverjum flokki fyrir sig.

Það verður ekki haldin hreinsunardagur í ár því miður. Við fögnum því samt ef félagsmenn vilja taka rölt um völlinn fram að opnun og tína rusl upp á vegi þeirra. Ruslagámur er fyrir utan áhaldahúsið sem hægt er að koma afrakstrinum í. Á næstunni stendur til að kynna verkefnið „tökum braut í fóstur“ og nánar um það síðar.

Skráning í mótið er hafin inn á golfbox. Mótsgjald er 1500 kr og greiðist í golfverslun

Á golf.is þarf að velja Innskráning og þannig skrá kylfingar sig inn á Golfbox.

Í Golfbox er farið í „Rástímabókun“ og valinn völlur sem heitir „GK-opnunarmót Hvaleyrarvallar“, veljið dagsetningu móts 14.5.2020 og skráið ykkur í rástíma í mótinu.

Venjuleg golfiðkun hefst síðan föstudaginn 15.5.2020. Hafa ber í huga að rástímaskráning hefur breyst umtalsvert og hafa félagsmenn núna 7 daga fram í tímann til að skrá sig á rástíma og er því skráning á rástíma þann 15. maí n.k hafin. Til þess að skrá sig þá verða kylfingar að velja „Golfklúbburinn Keilir – Hvaleyrarvöllur“ ekki „GK-opnunarmót Hvaleyrarvallar“

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar
  • 02/06/2025
    Hvaleyrarbikarinn 2025: Úrslit