19/05/2020

Til hamingju Guðrún Brá

Til hamingju Guðrún Brá

Guðrún Brá gerði sér lítið fyrir og sigraði á fyrsta stórgolfmóti ársins sem haldið var hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Guðrún Brá og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR voru jafnar á -2 eftir 54 holur. Þær léku bráðabana um sigurinn og hafði Guðrún Brá betur eftir að þær höfðu leikið 6 holur í bráðabana. Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) varð þriðja á +10 samtals og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) varð fjórða á +12 samtals.

Við óskum Guðrún Brá innilega til hamingju með sigurinn.

Hjá körlunum voru Axel Bóasson og Daníel Ísak Steinarsson bestir hjá Keili og enduðu í 10. sæti mótinu á einu höggi yfir pari.

Andri Þór Björnsson GR sigraði í karlaflokki á fjórum undir pari og óskum við honum til hamingju með sigurinn.

Um næsti helgi fer fram fyrsta stigamót GSÍ. Mótið verður haldið á Akranesi og hefst föstudaginn 22. maí. Leiknar verða 54 holur á Garðavelli og lýkur mótinu á sunnudaginn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag