11/10/2012

Breyttur opnunartími

Breyttur opnunartími

Nú hefur Brynja lokað veitingasölunni, golfskálinn og golfbúðin verður áfram opinn á skrifstofutíma frá klukkan 8-5 all virka daga vikunnar. Gestir geta stoppað við og fengið sér kaffibolla eftir hringinn. Við minnum félagsmenn að áfram verður að bóka tíma á golfvellina í gegnum golf.is. Á næstu dögum fara vallarstarfsmenn að undirbúa golfvellina fyrir veturinn. Flatir verða djúpgataðar á næstu dögum. Við minnum einnig á að golfvellirnir eru sérstaklega viðkvæmir á þessum árstíma, þess vegna brýnum við fyrir öllum að gera við boltaför sem myndast á flötum (smellið á mynd til að sjá hvernig það er gert rétt). Ráðgert er að halda vellinum opnum eins lengi og unnt er, fer það eftir veðuraðstæðum hverju sinni. Á meðan það frystir ekki yfir daginn þá verða golfvellirnir opnir áfram. Að sjálfsögðu verður eitthvað um morgunlokanir vegna næturfrosts. Fylgist með rástíma skráningu á golf.is til að sjá lokanir vegna næturfrosts. Enn og aftur brýnum við alla kylfinga til að ganga vel um völlinn og setja torfur aftur í kylfuförin og gera við boltaför á flötum. Góða skemmtun!

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum