07/06/2020

Guðrún Brá með sigur á GSÍ mótaröðinni

Guðrún Brá með sigur á GSÍ mótaröðinni

Guðrún Brá var rétt í þessu að sigra á Golfbúðarmótinu á Hólmvelli í Leirunni. Mótið var haldið um helgina og voru leiknar 54 holur.

Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og var annað mótið af fimm á tímabilinu.

Guðrún Brá lék á níu höggum yfir pari og vann með þriggja högga mun. Önnur varð Saga Traustadóttir og í þriðja sæti voru þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir allar í Golfklúbbi Reykjavíkur.

Í karlaflokki sigraði Aron Snær Júlíusson frá GKG. Hann lék á sex undir pari. Bestum árangri Keilismanna var hjá Axel Bóassyni. Hann endaði á tveimur yfir pari og varð í 5.-7. sæti.

Keilir óskar Guðrúnu Brá og Aroni Snæ til hamingju með sigurinn.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis