18/07/2020

Íslandsmót 12 ára og yngri

Íslandsmót 12 ára og yngri

Í vikunni lauk eitt af skemmtilegri mótum ársins. Um er að ræða Íslandsmót liða 12 ára og yngri og sendi Keilir þrjár sveitir til leiks. Leikið er á þremur völlum og var byrjað að leika á vellinum í Bakkakoti Golfklúbbs Mosfellsbæjar, annar hringur var leikin á Mýrinni hjá GKG og þriðji og síðasti dagurinn var leikinn á Sveinskotsvelli hjá Keili. Leikið er með Texas scramble fyrirkomulagi.

Keiliskrakkarnir náðu frábærum árangri og má með sanni nefna það að framtíðin er björt hjá Keili.

Í gulu deildinna sigraði lið Keilis örugglega og í bláu deildinni varð Keilir í 2. sæti eftir spennandi leik við GKG um efsta sætið. Í hvítu deildinni varð Keilir í 5. sæti.  Í því liði eru ungir og efnilegir kylfingar sem eiga eftir 2-3 ár í flokki 12 ára og yngri.

Þannig voru liðin okkar skipuð:

Gula deildin: Ebba Gurrý Ægisdóttir, Íris Birgisdóttir, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Elva María Jónsdóttir og Tinna Alexía Harðardóttir

Bláa deildin: Viktor Tumi Valdimarsson, Bjarki Hrafn Guðmundsson, Víkingur Óli Eyjólfsson, Magnús Víðir Jónsson, Oliver Elí Björnsson og Hrafn Guðmundsson

Hvíta deildin: Frímann Pálsson, Máni Freyr Vigfússon, Gústaf Logi Gunnarsson, Halldór Jóhannsson, Erik Valur Kjartansson, Arnar Freyr Jóhannsson.

Hér er hægt að skoða úrslit í mótinu.

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1A9Np9uGPh2S-EprTabDsIaqekLaXYCiy/edit#gid=1618343160

Myndir frá mótinu inn á myndavel GSÍ

https://www.gsimyndir.net/Other/%C3%8Dslandsm%C3%B3t-allir-flokkar-/Sveitakeppnir-GS%C3%8D-allir-flokka/%C3%8Dslandsm%C3%B3t-golfkl%C3%BAbba-2020-/12-%C3%A1ra-og-yngri-2020/Unni%C3%B0/

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi