21/01/2013

Þorrablót Keilis 2013

Þorrablót Keilis 2013

Þá er komið að hinu árlega Þorrablóti Keilis. Blótsstjóri í ár verður enginn annar enn Ingvar Jónsson áður söngvari hinnar geysivinsælu hljómsveitar Papar og snarvilltur kylfingur, já það er rétt hann Ingvar hefur ekki hitt braut í upphafshöggi frá því hann var 12 ára….Enn reynir þó. Maturinn einsog áður kemur frá Múlakaffi og verður boðið uppá hákarl og ískalt brennivín í startið, einnig verður á boðstólnum pottréttur fyrir ykkur sem eru ekki alveg tilbúinn í súrann innmat og allt það sem tilheyrir svona glæsiveislu. Skráning á blótið fer fram á netfanginu keilir@keilir.is. Verið fljót að taka frá miða því aðeins eru 65 slíkir í boði.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum