13/04/2013

Vortilboð á Sveinskotsvöll

Vortilboð á Sveinskotsvöll

Fram til 1. maí verður frábært tilboð að gerast félagi á Sveinskotsvelli, Sveinskotsvöllur er glæsilegur níu holu völlu sem hentar byrjendum sem lengra komnum, til að gerast aðili að Hvaleyrarvelli sem er aðalklúbbsaðild að Keilir þurfa kylfingar að vera komnir með 34 í forgjöf og er því sérstaklega tilvalið fyrir byrjendur að byrja golfið á Sveinskotsvelli. Til 1. maí er ekkert inntökugjald í Sveinskotsvöll og með öllum aðildum er innifalið Platínu boltakort í Hraunkoti sem er glæsilegt golfæfingasvæði á Hvaleyrarvelli. Tilboðið kostar einungis 50,000 krónur Eftirfarandi er innifalið í aðild að Sveinskotsvelli:

Platínuboltakort
Ekkert inntökugjald
7 vinavellir (Hella, Borganes, Suðurnes, Sandgerði, Vatnleysa, Geysir, Selfoss)
Aðild að golf.is og gild forgjöf
Nýliðanámskeið (auglýst síðar)

Þegar forgjöf 34 er náð geta kylfingar uppfært aðild sína í Hvaleyrarvöll og er þá greiddur mismunur á 50,000 krónum og 82,000 krónum. Einungis þarf að hafa samband við Pétur á skrifstofu til þess eða senda honum tölvupóst á pga@keilir.is.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla