30/09/2024

Þjónusta í golfskálanum minnkar – Veitingasalan áfram opin

Þjónusta í golfskálanum minnkar – Veitingasalan áfram opin

Nú styttist orðið í annan endann á golftímabilinu. Frá og með þriðjudeginum 1. október mun þjónusta í golfskálanum minnka.

Golfverslunin verður opin alla virka daga milli 08:00 og 16:00 og verður því hægt að leigja golfbíla og kaupa varning á þeim tíma.

Vellirnir verða áfram opnir félagsmönnum á meðan veður leyfir.

Tilkynningar verða settar inn í rástímabókun inn á Golfbox og á Facebook ef það verða einhverjar raskanir á hefðbundnu golfi.

Veitingasalan áfram opin

Þrátt fyrir að golfið fari nú að minnka að þá verður veitingasalan áfram opin. Grillið verður opið alla virka daga til klukkan 15:00 og verður hægt að panta af matseðli og að sjálfsögðu verður réttur dagsins á sínum stað.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025