15/06/2013

Vallarmet í ZO-ON opið

Vallarmet í ZO-ON opið

Eitt af stærstu mótum sumarsins var í dag þegar golfklúbburinn Keilir bauð uppá ZO-ON opið. Kylfingar létu sig ekki vanta og mættu 171 kylfingur á Hvaleyrina og reyndu við glæsileg verðlaun og sumir við vallarmet. Vegleg verðlaun frá ZO-ON, Icelandair,Hole In One og Leonard. Verðmæti vinninga var að verðmæti 600.000 kr. Mjög gott veður var á meðan mótinu stóð og voru glæsileg skor að koma í hús. Rúnar Arnórsson Jafnaði vallarmet á gulum teigum frá árinu 2004 og spilaði á 64 höggum og sigraði í höggleik. Guðrún brá Björgvinsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti nýtt vallarmet kvenna af rauðum teigum og spilaði á 67 höggum og bætti gamla metið frá 2009 um eitt högg. Golfklúbburinn Keilir þakkar þáttakendum og þeim fyrirtækjum sem styrktu þetta mót kærlega fyrir. Smellið hér fyrir helstu úrslit í ZO-ON opið 2013.

Verðlaunahafar í punktakeppni

 Sigurvegari í höggleik

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla