19/06/2013

Jónsmessan 2013

Jónsmessan 2013

Þá er komið að hinni sívinsælu Jónsmessuhátið Keilismanna. Leikið verður næstkomandi laugardag. Keppnisfyrirkomulag er tveggja manna scramble. Karlar leika af gulum teigum og konur af rauðum. Mótið er 18 holur og hefst klukkan 17:00. Hámarksforgjöf hvers leikmanns er 34. Forgjöf liðs er samanlögð forgjöf leikmanna deilt með 5. Leikmaður sem er með hærri forgjöf slær ávallt á undan. Skráning er hafin í golfverslun Keilis og á netfanginu budin@keilir.is. Athugið, ekki er hægt að skrá sig á golf.is einungis í golfverslun Keilis eða á netfanginu budin@keilir.is. Þátttökugjald er 3000 krónur á manninn og innifalið í því er grill að loknum leik ásamt léttvíni. Aldurstakmark er 18 ár.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar