29/06/2013

Úrslit úr opna Subway mótinu

Úrslit úr opna Subway mótinu

Opna Subway mótið fór fram í dag þar sem þáttaka var mjög góð. Veðrið var mjög gott en fyrripartinn voru þó nokkrir vætuskúrar. Alls tóku 178 manns þátt í mótinu og var keppt í höggleik og punktakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor í höggleik og fimm efstu sætin í punktakeppni, nándarverðlaun á 4.,6.,10.,16.,13. og 9. holu. Endaði höggleikurinn með bráðabana á milli Hrafns Guðlaugssonar úr GSE og Benediktar Árna Harðarsonar úr GK. Fyrst léku þeir 10. holuna tvisvar sinnum  og  síðan var haldið á 18. holu þar sem Hrafn Guðlaugsson vann  eftir æsispennandi keppni.

Besta Skor:

Hrafn Guðlaugsson GSE 69 högg

Punktakeppni:

  1. Árni Halldórsson NK 43 punktar
  2. Svavar Jóhannsson GO 42 punktar
  3. Sigurjón Sigurðsson GK 41 punktar
  4. Benedikt Árni Harðarson GK 40 punktar
  5. Björn Bergmann Björnsson GK 40 punktar

 

Nándarverðlaun:

4.hola Jón K. Ólason 1,12m
6.hola Guðni Guðmundsson 1,44m
10.hola Smári Snær Sævarsson 1,33m
13.hola Haraldur Orri Björnsson (lengsta drive á 13.)
16.hola Gylfi Aron Gylfason 1,02m
9.hola Finnbogi Steinarsson 67cm

 

 

 

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin