17/08/2013

Allir á völlinn!

Allir á völlinn!

Nú stendur yfir hin árlega sveitakeppni GSÍ. Sveitakeppnin er fyrir þá sem ekki vita liðakeppni milli Golfklúbba landsins. Keppnin fer fram í skemmtilegasta formi golfsins, holukeppni, ekki ósvipað því sem við sjáum í hinum alþekkta Ryder.

Fyrir hönd okkar Keilis manna keppa okkar bestu kylfingar:

Hvaleyri – Sveitakeppni karla
Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Björgvin Sigurbergsson, Benedikt Sveinsson, Gísli Sveinbergsson, Birgir Magnússon, Henning Darri Þórðarson og Sigurður Gunnar Björgvinsson.

Leiran – Sveitakeppni kvenna
Anna Sólveig Snorradóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Saga Ísafold Arnarsdóttir, Sara M. Hinriksdóttir, Signý Arnórsdóttir, Tinna Jóhannsdóttir, Þórdís Geirsdóttir.

Við minnum á að stuðningur félagsmanna, líkt og í öðrum íþróttum getur skipt sköpum á ögurstundu.

Áfram Keilir.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla