01/09/2013

Signý og Rúnar Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni

Signý og Rúnar Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni

Keilissystkinin Rúnar og Signý Arnórsbörn eru stigameistara ársins á Eimskipsmótaröðinni. Lokamótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru í dag. Rúnar endaði í 3-4 sæti í karlaflokki á mótinu, og Signý endaði í þriðja sæti í kvennaflokki. Þessi árangur nægði þeim til að tryggja sér stigameistaratitlana í karla og kvennaflokki. Er þetta í fyrsta skipti sem systkin sigra í karla og kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni. Keilir sendir sínar bestu kveðju til Signýjar og Rúnars og það er von að verði gladd á hjalla á heimili þeirra í kvöld. Árangur Rúnars og Signýjar kórónar þar heldur betur frábæran árangur Keilisfólks á mótaröðum sumarsins. Síðustu vikur hefur ekki vika liðið þannig að ekki sé ástæða til að fagna frábærum árangri Keilisfólks í keppnum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 14/05/2025
    Kynning á kvennastarfi Keilis
  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025