02/05/2025

Keppnistímabilið fer að hefjast

Keppnistímabilið fer að hefjast

Kæru félagsmenn

Við í íþróttastarfinu erum himinlifnandi með opnun Sveinkotsvallar á sumarflatir og teiga. Völlurinn hefur verið vel nýttur það sem af er ári ár en engu að síður lítur völlurinn glæsilega út og lofar góðu fyrir sumarið.

Einnig bíðum við spennt eftir Hreinsunardeginum mikla sunnudaginn 4. maí og  Hreinsunarmótinu laugardaginn 10. maí og vonumst til að sjá sem flesta á þessum hátíðardögum Keilisfélaga þegar Hvaleyrarvöllur opnar.

10. maí er ekki einungis stór dagur fyrir félaga Keilis en það er líka dagurinn sem fyrsta mótið á mótaröðum GSÍ verður haldið. Þá munu 14 ára og yngri kylfingar keppa í nýju liðafyrirkomulagi á Nesvelli hjá Nesklúbbnum í Reykjavík.

Þetta mót setur keppnistímabilið á Íslandi af stað af miklum krafti en 6 fleiri mót á mótaröðum GSÍ fara fram í maí, þar á meðal er Hvaleyrarbikarinn en þar mætast bestu kylfingar landsins á Hvaleyrarvelli ár hvert og spila um bikarinn græna.

Nóg verður um að vera hjá Golfklúbbnum Keili og keppniskylfingunum okkar í sumar en fjallað verður um niðurstöður allra GSÍ móta á heimasíðu Keilis. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með í gegnum sumarið og hvetja þau áfram sama hvernig gengur.

Sjálfur vil ég einnig minna á að Íslandsmótið í Golfi verður haldið á Hvaleyrarvelli 7-10 ágúst og hvetja alla sem geta til þess að bjóða sig fram í sjálfboðavinnu við mótið og sjá til Íslandsmótið okkar verði í hæsta mögulega gæðaflokki.

Íþróttastarf Keilis óskar öllum gleðilegt sumar og farsælt komandi golf!

Kær kveðja,
Birgir Björn Magnússon
Íþróttastjóri Keilis

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði
  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla