Á aðalfundi Golfklúbbsins Keilis sem haldinn var þriðjudaginn 9. desember sl. var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.
Innheimta félagsgjalda fyrir árið 2026 verður eftirfarandi:
Þeir félagar sem greiða með greiðslukorti, VISA eða EURO geta dreift greiðslum í allt að 10 jafna hluta frá og með 12. desember og er 3% þóknun af þeim viðskiptum. Þeir sem skiptu um greiðslukort frá síðasta greiðslutímabili eru vinsamlega beðnir um að koma upplýsingum um breytingar á skrifstofu Keilis.
Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
Þeir sem ekki greiða með korti geta fengið allt að fimm greiðsluseðla í heimabanka með eindaga 1. janúar, 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí.
Athugið! að þeir sem hafa verið að dreifa árgjaldinu á fjóra eða færri greiðsluseðla verða að hafa samband við skrifstofu vilji þeir fjölga í fimm greiðsluseðla
Fyrsti greiðsluseðill mun berast í heimabanka í desember með eindaga 1. janúar.
Gjald fyrir greiðsluseðil er kr. 350
Athugið að greiðsluseðlana verður aðeins hægt að greiða í heimabanka.
Hafi félagsmaður ekki greitt gjaldið eða samið um greiðslur fyrir 15. maí verður svo á litið að viðkomandi ætli sér ekki að vera meðlimur í sumar og þ.a.l verður hann tekinn af félagatali Keilis.
Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem vilja breyta um greiðslufyrirkomulag að gera það strax. Það eina sem þarf að gera til að ganga frá breytingu er að senda tölvupóst á netfangið david@keilir.is
Einnig viljum við benda á að ef félagsmaður ætli sér að hætta í Keili þá skal úrsögn berast sem allra fyrst. Úrsögn skal vera skrifleg og berast í tölvupósti á keilir@keilir.is
Ef félagsmaður ætlar sér að halda áfram í Keili þá þarf ekkert að gera.