Aftur ætlum við að bjóða uppá æfingu fyrir yngstu kylfinga
Aftur ætlum við að bjóða uppá æfingu fyrir yngstu kylfinga
Sæl öll
Næsta laugardag 21. des. ætlum við að bjóða ykkur kylfingum í hópi 2 á þrautaæfingu í Hraunkoti.
Aldurskipting og mæting:
kl. 9:15 – 10:00 5-7 ára.
kl. 10:00 – 10:45 8-10 ára
Einnig viljum við bjóða krökkum Keilisfélga sem ekki eru að golf hjá Keili að koma og prófa golfþrautabraut. Kylfur á staðnum fyrir alla kylfinga. Sérstaklega viljum við bjóða ömmum og öfum að nýta tækifærið og bjóðið barnabörnum í Hraunkot.
Ef vantar nánari uppl. sendið þá póst á bjorgvin@keilir.is
Kveðja
Björgvin Sigurbergsson
PGA golfkennari og íþróttastjóri Keilis