26/12/2014

Áramótapúttmót Hraunkots

Áramótapúttmót Hraunkots

Þá er komið að hinu árlega Áramótapúttmóti Hraunkots sem fer fram á gamlársdag. Byrjað verður að pútta klukkan 10:00 og verður opið til klukkan 15:00. Glæsileg verðlaun í boði einsog ávallt. Aukaverðlaun fyrir flesta ása, flest þrípútt og flesta tvista. Stinni verður með kaldan á kanntinum og allt fljótandi í snakki og ídýfum. Leiknir verða tveir 18 holu pútthringir og telur betri hringurinn í mótinu. Við hvetjum alla kylfinga til að koma og klára golfárið með okkur. Þátttökugjald einungis 700 krónur. Einnig verður golfskálinn opin fyrir þá sem vilja setjast niður og fara yfir golfsumarið. Kveðja starfsfólk Hraunkots.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði