27/04/2014

Guðrún með sinn fyrsta sigur

Guðrún með sinn fyrsta sigur

Guðrún Brá vann sinn fyrsta sigur í Háskólagolfinu í gær. Hún var búin að leiða mótið frá fyrsta degi en spilaði á 76 í gær sem dugði henni, en lokaspretturinn var æsispennandi. Dana Finkelstein frá Háskólanum í Las Vegas dugði par á seinustu til að jafna við Guðrúnu en hún setti boltann sinn í vatn við grínið og var því Guðrún krýndur sigurvegari á þessu sterka móti. Við óskum henni innilega til hamingju og það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður hjá þessum golfsnillingi okkar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi