29/05/2014

Henning sigrar 15-16 ára flokk

Henning sigrar 15-16 ára flokk

Fyrstu mótahelgi sumarsins er nú lokið.

Keppt var á Eimskipsmótaröðinni í Leirunni, Íslandsbankamótaröðinni á Leyni og Áskorendamótaröðinni í Setberginu við erfiðar aðstæður.

Eimskipsmótaröðin:
Síðustu helgi endaði Guðrún Brá í öðru sæti í kvennaflokki og Rúnar Arnórs og Gísli Sveinbergs, jafnir í 6.-8. sæti í flokki karla.

Íslandsbankamótaröðin:
Henning Darri Þórðarson sigraði í sínum flokki 15-16 ára strákar, til hamningju Henning.  Keilisstúlkur áttu einnig góða helgi, en Sigurlaug Rún Jónsdóttir endaði í öðru sæti og Hafdís Alda Jóhannsdóttir í þriðja sæti í flokki 17-18 ára. Thelma Sveinsdóttir og Þóra Kristín Ragnarsdóttir endaðu jafnar í því þriðja – fjórða sæti í flokki 15-16 ára. Flottur árangur hjá þeim.

Áskorendamótaröðin:
Guðlaugur Lúðvíksson sigraði í sínum flokki 17-18 ára strákar. Ólafur Andri Davíðsson sigraði í flokki 15-16 ára strákar og Þór Breki Davíðsson endaði í þriðja sæti í sama flokki.

Núna um helgina verður haldið annað mótið á Eimskipamótaröðinni á Hellu og flestir af okkar sterkustu kylfingum Keilis skráðir til leiks.

Við óskum öllum góðs gengis!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum