Það er búið að vera stanslaust stuð í dag á Hvaleyrinni. 158 LEK kylfingar skráðu sig til leiks og voru allir tilbúnir til að gera þetta að skemmtilegum degi. Eins og oft áður þá blésu vindar aðeins, bara til að láta minna á sig. Fyrir þá sem ekki vita þá stendur LEK  fyrir Landssamtök Eldri Kylfinga. Samtökin voru stofnuð í Borgarnesi að frumkvæði Sveins Snorrasonar lögfræðings og fyrrum forseta GSÍ að afloknu landsmóti eldri kylfinga sumarið 1985. Starfsemi LEK hefur farið vaxandi með árunum og sömuleiðis þátttaka í mótum á vegum þess. Það hefur verið ævintýraleg fjölgun á eldri kylfingum frá stofnun LEK árið 1985. Stofnárið munu hafa verið um 200 eldri kylfingar í öllum golfklúbbum landsins og er þá átt við karla 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri, en í dag er talan á sjöunda þúsund.
Hér koma svo helstu úrslit mótsins:

lekurslit

Nándarverðlaun:
Nándarverðlaun 4. Braut Sigurður Aðalsteinsson 3.43

Nándarverðlaun 6. Braut Kristján V.Kristjánsson   3.02

Nándarverðlaun 10. Braut Magnús Birgisson         0.19

Nándarverðlaun 16. Braut Jónína Pálsdóttir           1.38
Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu Keilis og óskum við þeim til hamingju.
LEK á Íslandi og Golfklúbburinn Keilir þakkar keppendum fyrir skemtilegan og ánægjulegan dag.

Hér eru nokkrar myndir af mótinu í dag. Fleiri myndir er hægt að sjá á slóðinni  https://www.facebook.com/Golfverslun

IMG_1259

IMG_1258IMG_1243 - Copy