04/06/2014

Egils-Gull mótið

Egils-Gull mótið

Á sunnudaginn lauk Egils-Gull mótinu á Eimskipamótaröðinni.
Í karlaflokki endaði Gísli Sveinbergsson í öðru sæti, á pari, eftir góðan lokahring, 67 högg en Ragnar Már sigraði eftir glæsilegan hring á sunnudeginum, 62 högg og vallarmet. Birgir Björn og Henning Darri voru svo jafnir í sjötta sæti ásamt öðrum kylfingum samtals fjóra yfir pari.

Í kvennaflokki varð Guðrún Brá aftur í öðru sæti, 10 höggum yfir pari og aðeins einu höggi á eftir Berglindi Björnsdóttur sem sigraði mótið. Jafnar í þriðja sæti voru þær Þórdís Geirsdóttir, Signý Arnórsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir samtals á 16 yfir pari.

Góður árangur hjá okkar fólki!

Næstu helgi verða svo unglingarnir okkar á Íslandsbankamótaröðinni að spila á Hlíðarvelli Mosfellsbæ og á Áskorendamótaröðinni sem haldin verður í Grindavík.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar