09/07/2014

Höggleik lokið – öll lið í B-riðli

Höggleik lokið – öll lið í B-riðli

Nú er höggleik lokið hjá öllum liðum í Evrópumóti landsliða og holukeppnin hefst í fyrramálið.

Piltaliðið okkar átti möguleika á að leika í A riðli eftir góðan dag í gær en þeir náðu ekki að fylgja honum eftir og enduðu í 13. sæti af 16 liðum. Það er orðið ljóst að þeir leika á móti Írlandi í fyrramálið.

Strákarnir náðu sér ekki á strik og enduðu í 15. sæti af 16 liðum. Gísli var bestur okkar manna á parinu eftir góðan hring í dag -2. Miðað við heildarskor þá spila þeir gegn Dönum í fyrramálið en leikir morgundagsins hafa ekki verið útgefnir.

Stelpurnar náðu sínum besta árangri í höggleiknum og enduðu í 11. sæti af 20 þjóðum og samkvæmt skori munu þær leika gegn stelpunum frá Whales í fyrramálið en rástímarnir hjá þeim hafa heldur ekki verið gefnir út.

Öll lið munu tefla fram einu foursome liði og fjóra single leiki.

Hér er linkur þar sem hægt er að skoða allar heimasíður mótanna og facebook síður með myndum frá piltunum og konunum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum