18/08/2014

Gísli endaði í 3. sæti

Gísli endaði í 3. sæti

Gísli Sveinbergsson lauk leik á sterku hollensku áhugamannamóti í dag og stóð sig frábærlega. Hann endaði í 3. sæti þrjá undir pari og sex höggum frá fyrsta sætinu (71-71-71-72). Sigurvegarinn, Lars Van Meijel, hlýtur keppnisrétt á KLM mótinu sem er partur af Evrópumótaröðinni og var því að miklu að keppa.

Þrír aðrir Íslendingar voru einnig að spila, þeir Bjarki Pétursson (GB), Ragnar Már Garðarsson (GKG) og keilismaðurinn Ísak Jasonarson. Bjarki endaði í 9. sæti á tveimur höggum yfir pari en Ragnar Már lék illa seinasta daginn og endaði í 20. sæti á sjö höggum yfir pari. Ísak náði sér hinsvegar aldrei á strik og missti niðurskurðinn.

Við óskum Gísla til hamingju með þennann árangur og hlökkum til að fylgjast með honum á opna Finnska sem hefst þann 21. Ágúst á Helsinki Golfclub.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla