26/08/2024

Þrír Íslandsmeistaratitlar í golfi til Keilis í dag

Þrír Íslandsmeistaratitlar í golfi til Keilis í dag

Íslandsmót kylfinga 18 ára og yngri í holukeppni fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði dagana 24.-26. ágúst.

Keilir eignaðist Íslandsmeistara í U12 ára, í flokki 13-14 ára og í flokki 15-16 ára. Keilir var með alls 20 kylfinga á öllum aldri sem fengu boð um að taka þátt í mótinu fyrir góðan árangur í sumar.

 

Jón Ómar Sveinsson sigraði í U12 ára.

Hér er hægt að lesa um afrek Jóns Ómars

 

Máni Freyr Vigfússon sigraði og varð Íslandsmeistari í þessum flokki annað árið í röð í flokki 13-14 ára.

Hér er frétt um mótið inn á golf.is

 

Óliver Elí Björnsson sigraði fyrir stuttu á Íslandsmótinu í höggleik og bætti öðrum Íslandsmeistaratitli í holukeppni við í dag.

Sjá nánar úrslit leikja hjá Óliver Elí hér

 

Hér er hægt að lesa um mótið í heild sinni og úrslit leikja í öllum flokkum

Keilir óskar öllum verðlaunahöfum á Íslandsmóti unglinga til hamingju mað flottan árangur.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði
  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni