29/03/2012

Vinavellir Keilis 2012

Vinavellir Keilis 2012

Gert hefur verið vinavallasamkomulag við Golfklúbb Hellu, Golfklúbbinn á Vatnsleysuströnd, Golfklúbb Suðurnesja, Golfklúbbinn í Borganesi, Golfklúbbinn Geysi og Golfklúbb Selfoss

Samkomulagið tekur gildi frá og með 1.maí 2012 til 1. október 2012. Félagsmenn Golfklúbbsins Keilis greiða krónur 1000 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika golfvellina og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18.holur. Vallargjaldið greiðist í afgreiðslu viðkomandi golfklúbbs.

Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót. Þetta samkomulag gildir aðeins gegn framvísun félagsskírteinis fyrir árið 2012.

Athugið að panta rástíma.

Einnig býður Golfklúbbur Hellu félagsmönnum Keilis að spila hjá sér fyrir 2000 kr fram til 1.maí 2012.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis
  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025