02/05/2015

Sumaropnun Hraunkots

Sumaropnun Hraunkots

Þá er sumarið komið, eða svona næstum því. Nýr opnunartími tók gildi núna 01. maí í Hraunkoti. Samkvæmt Bjarna vallarstjóra verður reynt að opna völlinn um miðjan maí. Kylfingar hafa því smá tíma til að koma sveiflunni í réttan farveg. Hraunkot æfingasvæði býður ykkur kylfingar góðir uppá frábæra aðstöðu til að komast í form. Starfsfólk Hraunkots hlakkar til að sjá sem flesta á komandi sumri og vonandi verður þetta gott golfsumar. Hér eru svo opnunartímar fyrir sumarið:

Sumaropnunartími Hraunkots :
(byrjar 1. maí)
Æfingaskýlin eru opin alla daga frá kl. 09:00 . Gamla skýlið er opið allan sólarhringinn, en afgreiðslan og inniaðstaðan er opin samkvæmt eftirfarandi upplýsingum.

Mánudaga til fimmtudags 09:00-22:00
Föstudaga 09:00-20:00
Laugardaga 09:00-20:00
Sunnudaga 09:00-21:00

Þegar mót eru er opnað klukkutíma fyrir fyrsta rástíma.
Minnum á ef kylfingar eru ekki með boltakort í Hraunkot, þá má nota allar myntir og seðla til að kaupa bolta í boltavélunum. Einnig er hægt að versla token í golfskála Keilis.
Sími í Hraunkoti er 565-3361

Screen Shot 2015-05-08 at 14.38.52

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní