17/05/2015

Hreinsunarmót

Hreinsunarmót

Frábær mæting var á Hreinsunarmótið sem haldið var á laugardaginn. Má segja að veðrið hafi leikið við okkur á þessum degi. Einsog vanalega tóku félagar vel til hendinni. Golfskálinn var þrifinn hátt og lágt, beðinn í kringum skálann hreinsuð og rusl tínt upp af vellinum. Einnig mættu dómarar klúbbsins og fóru yfir golfvöllinn fyrir komandi sumar. Sveinn í Fjarðarkaupum sá svo um grillið einsog vant er. Eftir hádegi fóru allir í golf og leiknar voru 18 holur. Við minnum á nýtt mætingarkerfi á golfvellina okkar. Félagsskírteinin eru tilbúin á skrifstofu og eru til afhendingar alla helgina. Stjórn og starfsfólk þakkar öllum kærlega fyrir þátttökuna og óskum öllum góðs gengis á golfvellinum í sumar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla