09/05/2016

Námskeið í stutta spilinu og teighöggum

Námskeið í stutta spilinu og teighöggum

Fimmtudaginn 19. maí hefst námskeið í stutta spilinu og teighöggum hjá Golfklúbbnumn Keili.

Markmið með námskeiðinu er að auka kunnáttu sína og auka betur færnina í byrjun hverrar brautar og einnig við og á flötunum.

Hver hópur er klst. í senn í fjögur skipti. Farið er í tækni fyrir lágu vippin, 10 til 50 metra fleyghögg inn á flatir, að slá upp úr glompu við flatir, stuttu, milli og löngu púttin og síðan en ekki síst teighöggin.

Námskeið 1 og 2  verður dagana 19., 25., 26. og 1. júní kl. 18:00 eða kl. 19:00.

Námskeiðið kostar 9000 kr. og eru æfingakúlur innifaldir.

Einnig fá allir bækling með upprifjun á þeim atriðum sem kennd eru og æfingaáætlun með þeim æfingum sem notaðar eru á námskeiðinu.

Kennarar eru þeir Karl Ómar og Björn Kristinn PGA golfþjálfarar Keilis

Skráning og nánari upplýsingar eru á netfangið karl.omar.karlsson@grundaskoli.is

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar