20/09/2016

Maggi sá fyrsti.

Maggi sá fyrsti.

Magnús Hjörleifsson sem er að sjálfsögðu Keilismaður. Gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór holu í höggi á nýju par 3 brautinni „Yfir hafið og heim“ Maggi sem er þekktur ljósmyndari og hefur tekið ófáar myndirnar síðustu sumur af þessari glæsilegu braut, sem hafa greinilega hjálpað honum mikið að lesa flötina. Maggi notaði 7 járn í draumahöggið og skráði sig í sögubækur Keilis. Hann er sá fyrsti sem slær draumahöggið á þessari nýju braut sem verður formlega tekinn í gagnið á 50 ára afmælisári Keilis sumarið 2017. Golfklúbburinn Keilir óskar Magga til hamingju með draumahöggið, en þetta er í annað sinn sem Maggi fer holu í höggi á Hvaleyrarvelli á síðustu tveimur árum samkvæmt okkar heimildum.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi
  • 12/06/2025
    Jónsmessan 2025
  • 04/06/2025
    Bikarkeppni Keilis í samstarfi við Hjarta Hafnarfjarðar