14/10/2016

Rúnar á enn einu frábæra skorinu

Rúnar á enn einu frábæra skorinu

Rúnar lék með Minnesota skólanum á Alister Mackenzie Invitational mótinu sem lauk 11. október.

Rúnar gerði sér lítið fyrir og lék á 64 höggum eða 7 höggum undir pari á fyrsta hring. Annan hringinn lék hann á 74 höggum  og þann þriðja á 75 höggum  og endaði á parinu í heildina eða í 40. sæti í einstaklingskeppninni.

Með þessum hring á Rúnar besta skor (61) og þriðja besta skor (64) í sögu skólans. Hver man ekki eftir hring frá  Rúnari í fyrra upp á 61 högg þegar hann setti glæsilegt vallarmet.

Minnesota skólinn lék samtals á 17 höggum undir pari og enduðu Rúnar og liðsfélagar hans í 8. sæti.

Næsta verkefni hjá þeim félögum er í lok október.

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis