06/02/2017

Geoff Mangum frá Putting Zone í heimsókn

Geoff Mangum frá Putting Zone í heimsókn

Dagana 10. til 13. febrúar  verður einn sá besti í púttfræðum staddur á landinu á vegum PGA á Íslandi.

Hann heitir Geoff Mangum og er sérfræðingur í púttum. Hann á og rekur heimasíðuna puttingzone.com. Til hans hafa margir frægir kylfingar leitað og beðið hann um aðstoð.

Mangum verður með námskeið fyrir íslenska golfkennara helgina 11.-12. febrúar í Hraunkotinu.

Fyrir áhugasama er hægt að fara í kennslu hjá honum mánudaginn 13. febrúar á milli kl. 9:00 og 17:00.

Skráning og aðrar upplýsingar veitir Karl Ómar íþróttastjóri Keilis á netfangið kalli@keilir.is eða í síma 863-1008

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær