25/06/2017

Guðrún Brá Íslandsmeistari í holukeppni í golfi 2017

Guðrún Brá Íslandsmeistari í holukeppni í golfi 2017

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er Íslandsmeistari í holukeppni í golfi. Mótið fór fram í Vestmannaeyjum um helgina.

Það voru fjórir kylfingar frá Keili sem að komust í undanúrslitin. Það voru þær Hafdís Jóhannsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Helga Kristín Einarsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Leiknar voru 26 holur í úrslitaviðureignunum og sigraði Guðrún hana Helgu Kristínu 3-2.

Í leik um þriðja sætið vann Anna Sólveig stöllu sína hana Hafdísi 5-4.

Golfklúbburinn Keilir óskar stelpunum til hamingju með árangurinn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær